Færsluflokkur: Bloggar
27.3.2009 | 13:10
Góðir samningar
Innilega sammála. Og ég skil ekkert í VR-mönnum að halda ekki Gunnari áfram. Hann er greinilega snillingur í samningagerð. VR-félagar hefðu sennilega allir fengið milljón á mánuði, lúxusbíl til afnota og 6 mánaða starfslokagreiðslu ef hann hefði verið áfram
Ummæli nýs stjórnarmanns í VR áhyggjuefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2009 | 11:25
Afsakið
Þetta er alveg týpískt fyrir sjálfstæðisflokkinn. Geir hefur hingað til neitað að biðja þjóðina afsökunar á þætti sínum og flokksins nema fram kæmi, eftir rannsókn, að þeir bæru einhverja ábyrgð á stöðu mála. Veit ekki til þess að nein rannsókn hafi sannað það þótt flestir þurfi ekki neina staðfestingu á því. Svo kemur landsfundur og þá á allt í einu að biðjast afsökunar. Flokkurinn fyrst - þjóðin síðast. Finnst þessari afsökunarbeiðni er beint til þjóðarinnar nema Geir sé svo hrokafullur að setja samansemmerki milli flokksins og þjóðarinnar þ.e. flokkurinn er þjóðin, aðrir skipta ekki máli. Allavega, ég tek þessari afsökunarbeiðni ekki. Of seint og of lítið.
Mistök gerð við einkavæðingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2009 | 09:30
Einkavæðingin að virka
Á sínum tíma voru flest stærstu og bestu fyrirtækin nánast gefin flokksgæðingum og vinum ráðamanna þar sem ríkið var, að mati ráðamanna, alls ekki hæft til að reka þau nógu vel. Snillingarnir áttu að hámarka gróðann og allir áttu að vera kátir. Nýir eigendur, þessir kláru, rökuðu inn seðlunum og helsta vandamálið var hvað átti að gera við gróðann. Það eina sem þeir kunnu ekki var að tapa. Þá er bara að skella skuldunum á almenning á láta þá borga. Það versta er að þegar spilin hafa verið stokkuð upp á gefið á ný verða sömu spilararnir við borðið því "þeir hafa svo mikla reynslu."
ÍAV verður yfirtekið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar